Enn styrkir Selfoss sig

Frá vinstri - Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir.
Frá vinstri - Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir. Ljósmynd/Selfoss

Handknattleikskonurnar Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir eru gengnar til liðs við Selfoss og skrifa undir samning til næstu tveggja ára. 

Kristrún er rétthent skytta sem er uppalinn Selfyssingur. Hún lék með Selfossi til ársins 2019 en fór þá til Fram. Hún á að baki 139 leiki fyrir Selfoss og hefur skorað í þeim 401 mark. Kristrún er búinn að vera lykilmaður í liði Fram síðastliðin ár og hefur meðal annars orðið Íslands- og bikarmeistari með félaginu og á að auki þrjá landsleiki að baki. 

Lena Margrét er örvhent skytta sem er uppalin í Fram. Hún hefur leikið síðustu tvö ár með Stjörnunni. Hún á Íslandsmeistaratitil að baki með Fram auk bikarmeistaratitla árið 2018 og 2020. 

Hún var ein af markahæstu leikmönnum úrvalsdeildar kvenna í fyrra með 109 mörk í 21 leik, ásamt því hefur hún spilað 5 landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert