Amicitia Zürich jafnaði í dag í 1:1 í einvígi sínu gegn Bern í átta liða úrslitum svissnesku úrslitakeppninnar í handbolta með 32:29-útisigri.
Ólafur Andrés Guðmundsson átti góðan leik fyrir Amicitia Zürich og var markahæstur með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni.
Þriðji leikurinn fer fram í Zürich á fimmtudaginn kemur. Þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslit.