Þessi lið mætast í úrslitakeppninni

Valur og Haukar mætast í átta liða úrslitum Íslandsmótsins.
Valur og Haukar mætast í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. mbl.is/Óttar

Lokaumferðin í Olísdeild karla í handbolta var leikin í dag og er nú ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, en hún hefst helgina 15. og 16. apríl.

Íslandsmeistarar Vals mæta Haukum, FH og Selfoss eigast við, ÍBV og Stjarnan og loks Fram og Afturelding. 

Átta liða úrslit Íslandsmóts karla í handbolta:
Valur – Haukar
FH – Selfoss
ÍBV – Stjarnan
Fram – Afturelding

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert