Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er í liði 26. umferðar þýsku 1. deildarinnar eftir að hafa farið hamförum í liði Magdeburg gegn sínum gömlu félögum í Kiel í sannkölluðum stórleik á páskadag.
Gísli Þorgeir skoraði átta mörk í tíu skotum og gaf sex stoðsendingar að auki í 34:34-jafntefli og er því afar vel að valinu kominn.
Allt er í einum hnapp á toppi þýsku deildarinnar þar sem Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg eru öll jöfn með 41 stig í efstu þremur sætunum en Þýskalandsmeistarar Magdeburg hafa þó leikið einum leik meira en hin tvö liðin.
Flensburg er þá skammt undan í fjórða sæti með 39 stig og leik til góða á Magdeburg.