Bjarni Ófeigur Valdimarsson og liðsfélagar hans hjá Skövde eru úr leik í baráttunni um sænska meistaratitilinn eftir 36:37-tap á útivelli gegn Ystad í framlengdum þriðja leik liðanna í kvöld.
Ystad vann einvígið 3:0 og fer áfram í undanúrslitin. Bjarni Ófeigur átti stórleik fyrir Skövde og skoraði tíu mörk í sínum síðasta leik með liðinu.
Íslenska skyttan hefur gert samning við Minden í Þýskalandi og gengur í raðir félagsins fyrir næsta tímabil.