Óðinn ótrúlegur gegn þýska stórliðinu

Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten í …
Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson átti sannkallaðan stjörnuleik í Evrópudeildinni í handknattleik í kvöld þegar lið hans, Kadetten frá Sviss, skellti þýska toppliðinu Füchse Berlín í fyrri leik þeirra í átta liða úrslitunum.

Óðinn skoraði hvorki fleiri né færri en 15 mörk úr 16 skotum í leiknum en Kadetten vann óvæntan sigur á heimavelli, 37:33, og á því ágæta möguleika á að komast áfram. Liðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, sem yfirgefur það í sumar til að taka við Minden í Þýskalandi.

Þá skoraði Teitur Örn Einarsson þrjú mörk fyrir Flensburg sem vann Granollers, 31:30, á útivelli í fyrri leik liðanna á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert