Sigurgeir tekur við Stjörnunni

Sigurgeir Jónsson, til hægri, er nýr þjálfari Stjörnunnar frá og …
Sigurgeir Jónsson, til hægri, er nýr þjálfari Stjörnunnar frá og með næsta tímabili. Ljósmynd/Stjarnan

Sigurgeir Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik frá og með næsta keppnistímabili.

Hann tekur þá við starfinu af Hrannari Guðmundssyni sem hættir með liðið að þessu tímabili loknu.

Sigurgeir hefur starfað við þjálfun elstu flokka Stjörnunnar undanfarin ár og verið í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, m.a. á yfirstandandi tímabili.

Áður var hann m.a. aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram þegar liðið varð Íslandsmeistari árin 2017 og 2018 og bikarmeistari árið 2018. Sigurgeir hefur einnig komið að þjálfum yngri landsliða kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert