Handknattleiksmaðurinn Viktor Sigurðsson mun yfirgefa ÍR og að öllum líkindum ganga í raðir Vals. Viktor var besti leikmaður ÍR á leiktíðinni, en gat þó ekki komið í veg fyrir fall Breiðholtsliðsins úr efstu deild.
ÍR greinir frá á Facebook-síðu sinni í kvöld að Viktor muni yfirgefa félagið og handbolti.is segir leikmanninn vera á leiðinni í Val.
Viktor var fjórði markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar á leiktíðinni með 127 mörk í 22 leikjum, eða með tæp sex mörk að meðaltali í leik.