Liðstyrkur í Hafnarfjörðinn

Inga Dís Jóhannsdóttir er gengin til liðs við Hauka.
Inga Dís Jóhannsdóttir er gengin til liðs við Hauka. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleikskonan Inga Dís Jóhannsdóttir er gengin til liðs við Hauka frá uppeldisfélagi sínu HK.

Þetta tilkynnti Hafnarfjarðarfélagið á Facebook-síðu sinni í dag en Inga Dís, sem er 19 ára gömul, hefur leikið með HK allan sinn feril.

Inga Dís er ein af efnilegustu vinstri skyttum landsins og mun því styrkja lið Hauka fyrir komandi leiktíð,“ segir meðal annars í tilkynningu Hafnfirðinga.

Hún á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands en Haukar höfnuðu í 5. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og mæta Fram í 3. umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert