Þrumaði í andlitið á markverði Íslands (myndskeið)

Rut Jónsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen syngja þjóðsönginn …
Rut Jónsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen syngja þjóðsönginn fyrir leik. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Katrin Klujber, leikmaður Ungverjalands, fékk að líta beint rautt spjald fyrir að þruma boltanum í andlitið á markverðinum Elínu Jónu Þorsteinsdóttir í síðari leik Ungverjalands og Íslands í umspili um laust sæti í lokakeppni HM í handknattleik.

Atvikið átti sér stað á 29. mínútu í stöðunni 17:13, Ungverjalandi í vil, en leikurinn fer fram í Érd í Ungverjalandi.

Klubjer reyndist Íslendingum erfið viðureignar í fyrri hálfleik og var langmarkahæst í ungverska liðinu með 7 mörk en Ungverjaland leiðir með þremur mörkum í hálfleik, 17:14.

Ungverjaland fyrri leik liðanna í Laugardalshöllinni með fjögurra marka mun, 25:21, og þarf Ísland því að vinna með fimm marka mun til þess að tryggja sér sæti á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert