Hvenær lýkur vegferðinni?

Sandra Erlingsdóttir í baráttunni gegn Ungverjalandi í vikunni.
Sandra Erlingsdóttir í baráttunni gegn Ungverjalandi í vikunni. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ísland verður ekki á meðal þátttökuþjóða á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í loks árs eftir tap gegn Ungverjalandi í umspili.

Fyrri leik liðanna í Laugardalshöll lauk með 25:21-sigri Ungverjalands og þeim síðari í Érd með sex marka sigri ungverska liðsins, 34:28, sem vann einvígið samanlagt 59:49.

Íslenska liðið tók síðast þátt á stórmóti árið 2012, á EM í Serbíu, og ellefu ára bið liðsins eftir sæti á stórmóti heldur því áfram að lengjast.

„Það sem mér fannst jákvæðast í leik Íslands var að liðinu tókst að koma til baka, eftir að hafa lent undir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og þjálfari kvennaliðs HK í samtali við Morgunblaðið.

„Það hefur verið dálítið gegnumgangandi, gegn þessum sterkari þjóðum, að þegar að við missum þær fram úr okkur þá fer kjarkurinn aðeins úr þessu og við höfum endað á að tapa með tíu til fimmtán marka mun. Það er erfitt að vera undir en við gáfumst aldrei upp og náðum alltaf að koma okkur aftur inn í leikinn sem er mjög jákvætt.

Mér fannst það líka áberandi að við misstum ekki Ungverjana fram úr okkur af því að þeir voru að yfirspila okkur heldur voru þetta meira okkar eigin mistök sem gerðu það að verkum að þeir fengu auðveld mörk. Þegar uppi er staðið þá reyndust þessi tæknimistök afar dýrkeypt í einvíginu gegn Ungverjalandi,“ sagði Kristín.

Allt of dýr mistök

Í fyrri leik liðanna í Laugardalshöllinni tókst Íslandi að minnka forskot Ungverjalands í tvö mörk, 20:22, þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Ungverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og fögnuðu fjögurra marka sigri.

„Eftir á að hyggja þá hefði það verið gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fara út til Ungverjalands með tveggja eða jafnvel eins marks tap á bakinu, í staðinn fyrir fjögurra marka tap. Við gerðum ótrúlega vel í að minnka þetta niður í tvö mörk hérna heima en þá gerðum við einfaldlega allt of dýr mistök í leiknum og við hefðum getað gert miklu betur þar.

Við ætlum í rauninni að skora tvö mörk í hverri sókn sem gerist stundum þegar að þú ert búinn að vera undir nánast allan leikinn. Ég er sannfærð um að það hefði farið allverulega um Ungverjana í síðari hálfleik í seinni leiknum, þegar við náðum að minna muninn í 19:20, og þær búnar að missa sinn besta og markahæsta leikmann af velli með rautt spjald.“

Viðtalið við Kristínu má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert