Ribe-Esbjerg og Aalborg skildu jöfn, 33:33, á heimavelli fyrrnefnda liðsins í riðli 1 í úrslitakeppni danska handboltans í kvöld.
Aalborg var með sex marka forskot þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir, en þá skoraði Elvar Ásgeirsson og minnkaði muninn í 33:28.
Í kjölfarið fór hver sóknin á fætur annarri forgörðum hjá Aalborg, á meðan Ribe-Esbjerg gekk á lagið og jafnaði leikinn. Elvar Ásgeirsson jöfnunarmark Ribe-Esjerg á lokasekúndunni.
Hann skoraði alls fimm mörk og lagði upp fimm til viðbótar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í marki liðsins, en Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á blað.
Aron Pálmarsson sneri aftur í lið Aalborg eftir meiðsli og skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Aalborg er í toppsæti riðilsins með þrjú stig, en Ribe-Esbjerg í þriðja sæti af fjórum liðum með eitt. Tvö efstu liðin fara í undanúrslit um danska meistaratitilinn.