Sannfærandi hjá Fjölni í fyrsta leik

Óðinn Freyr Heiðmarsson leitar leiða framhjá varnarmönnum Þórs í kvöld.
Óðinn Freyr Heiðmarsson leitar leiða framhjá varnarmönnum Þórs í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir vann öruggan 30:22-heimasigur á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild karla í handbolta í dag. Tvo sigra þarf til að fara áfram í úrslitin og nægir Fjölni því útisigur í öðrum leik á Akureyri.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 14:13. Fjölnismenn voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur.

Benedikt Marinó Herdísarson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson fimm. Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði sjö fyrir Þór og Jonn Rói Tórfinnsson fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert