Stórleikur Kristjáns í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson skoraði níu mörk.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði níu mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik fyrir Aix er liðið lagði Créteil í efstu deild franska handboltans í kvöld. Urðu lokatölur 37:35, í miklum markaleik.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk úr 12 skotum og var markahæstur á vellinum. Liðið er í sjöunda sæti með 22 stig.

Grétar Ari Guðjónsson varði sjö skot í marki Sélestat í 25:34-tapi gegn Montpellier. Montpellier er á toppnum með 42 stig en Sélestat í botnsætinu með níu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert