Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, stóð afar vel fyrir sínu í marki Ringköbing þegar liðið vann sterkan sigur á Skanderborg, 33:31, í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Elín Jóna varði 11 skot og var með tæplega 27 prósent markvörslu.
Steinunn Hansdóttir lék með Skanderborg en komst ekki á blað að þessu sinni.
Eftir sigurinn er Ringköbing efst í neðri hluta deildarinnar með 4 stig en í neðri hlutanum eru, ásamt Skanderborg, einnig Horsens, SönderjyskE og Ajax Köbenhavn.