FH komið yfir eftir ótrúlega dramatík

Einar Bragi Aðalsteinsson með boltann í kvöld.
Einar Bragi Aðalsteinsson með boltann í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

FH er komið í 1:0 í einvígi sínu gegn Selfossi í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir ótrúlegan 30:29-heimasigur í kvöld.

FH var með undirtökin stærstan hluta fyrri hálfleiks og var 2-3 mörkum yfir stóran hluta hans. Þegar 18 mínútur voru liðnar var staðan 10:7. Þá kom góður kafli hjá Selfossi, sem tókst að jafna í 12:12.  

FH-ingar voru hins vegar sterkari á lokakafla hálfleiksins og var staðan 15:13, FH í vil, þegar liðin gengu til búningsklefa.

Heimamenn í FH byrjuðu seinni hálfleikinn á að komast fjórum mörkum yfir í fyrsta sinn, 19:15. Selfoss neitaði hins vegar að gefast upp og munaði aðeins einu marki þegar rúmar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik, 21:20.

Jafnræðið hélt áfram næstu mínútur og munaði enn einu marki þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 24:23. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og var staðan 27:26, þegar tíu mínútur voru eftir.

FH komst tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir, 29:27. Skömmu á undan fékk Selfoss nokkur tækifæri til að jafna, sem fóru forgörðum. FH komst í kjölfarið þremur mörkum yfir, 30:27.

Selfoss lagði ekki árar í bát, minnkaðu muninn í 30:29, og fékk tækifæri til að jafna úr lokasókninni. Einar Sverrisson náði í víti í þann mund sem leikklukkan rann út. Einar tók vítið sjálfur en skaut í slá og FH fagnaði vel.

FH 30:29 Selfoss opna loka
60. mín. FH tapar boltanum Ruðningur á Jóhannes og Selfoss getur jafnað!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka