Hrannar áfram í Breiðholtinu

Hrannar Ingi Jóhannsson.
Hrannar Ingi Jóhannsson. Ljósmynd/ÍR

Handknattleiksmaðurinn Hrannar Ingi Jóhannsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍR-inga. 

Hrannar er uppalinn Þróttari en hefur undanfarin þrjú ár spilað stórt hlutverk í meistaraflokki ÍR og skoraði til að mynda 30 mörk í 20 leikjum í úrvalsdeildinni í vetur, en ÍR féll úr henni í vor.

„Við ÍR-ingar hlökkum til að sjá Hrannar leika áfram í ÍR-treyjunni á næstu tímabilum,“ segir ÍR meða annars í yfirlýsingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert