Tíu íslensk mörk í risasigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason létu báðir vel að sér kveða þegar lið þeirra Kolstad vann gífurlega öruggan sigur á Halden, 28:14, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar um norska meistaratitilinn í handknattleik í dag.

Sigvaldi Björn skoraði sex mörk og var markahæstur í leiknum.

Janus Daði bætti við fjórum mörkum og var næstmarkahæstur í liði Kolstad.

Kolstad vann norska deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum og ef mið er tekið af leik dagsins á Halden hreinlega ekki roð í deildarmeistarana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert