Flensburg tryggði sér í dag bronsverðlaun í þýska bikarnum í handbolta með öruggum 28:23-sigri á Lemgo í Köln, en úrslitahelgin er leikin í hinni frægu Lanxess Arena.
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson átti góðan leik fyrir Flensburg og skoraði fimm mörk. Var hann markahæstur ásamt Jim Gottfridsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar hans í Magdeburg mæta Ými Erni Gíslasyni og liðsfélögum hans í Rhein-Neckar Löwen í úrslitum síðar í dag. Ómar Ingi Magnússon leikur einnig með Magdeburg, en er frá vegna meiðsla.