Betur fór en á horfðist

Blær Hinriksson liggur meiddur eftir í gær.
Blær Hinriksson liggur meiddur eftir í gær. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Handknattleiksmaðurinn Blær Hinriksson slapp betur en óttast var er hann meiddist í leik Aftureldingar og Fram í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í gær.

Blær lenti afar illa eftir skot í fyrri hálfleik og var óttast að hann væri ökklabrotinn. Vísir greinir frá í dag að svo sé ekki, heldur hafi hann skaddað og rifið liðbönd og sé með beinmar.

Skyttan verður frá keppni í einhvern tíma vegna meiðslanna, en ekki er útilokað að hann taki þátt í seinni stigum úrslitakeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert