Fjölnismenn leika um sæti í efstu deild

Fjölnismenn fagna sigrinum í kvöld.
Fjölnismenn fagna sigrinum í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fjölnir vann 26:21-útisigur á Þór er liðin mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Fjölnir sér 2:0-sigur í einvíginu.

Fjölnismenn voru sterkari stærstan hluta leiks og voru hálfleikstölur 13:7. Munurinn varð minnstur fjögur mörk í seinni hálfleik, 20:16, og sigldu Fjölnismenn að lokum sannfærandi sigri í höfn.

Benedikt Marinó Herdísarson skoraði fimm mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Björgvin Páll Rúnarsson fjögur. Aron Hólm Kristjánsson skoraði átta fyrir Þór og Andri Snær Jóhannsson fjögur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert