Samstarfið ekki framlengt

Fjölnir lék í efstu deild árið 2018.
Fjölnir lék í efstu deild árið 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir og Fylkir munu ekki lengur tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki kvenna í handbolta, en félögin komust að sameiginlegri niðurstöðu eftir tímabilið sem var að líða.

Í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis kemur fram að meistaraflokkur Fjölnis muni keppa undir merkjum Fjölnis en ekki Fjölnis/Fylkis á næstu leiktíð.

Samstarf félaganna stóð yfir í þrjú keppnistímabil. Liðið átti ekki gott tímabil í vetur, því Fjölnir/Fylkir hafnaði í neðsta sæti 1. deildarinnar með aðeins sex stig úr 16 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert