Skoðaður nánar í dag eða á morgun

Blær Hinriksson heldur um ökkla sinn í gær.
Blær Hinriksson heldur um ökkla sinn í gær. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Blær Hinriksson, leikmaður karlaliðs Aftureldingar, fór sárþjáður af velli snemma í leik liðsins gegn Fram í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í gær.

Blær meiddist illa á ökkla og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Í samtali við mbl.is eftir leikinn í gær kvaðst Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, óttast að Blær hafi ökklabrotnað.

„Hann fer í frekari skoðun í dag eða á morgun. Við erum bara að bíða og sjá hvað kemur út úr því. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en það þarf bara að skoða hann betur og þá fáum við að vita hvað þetta er,“ sagði Gunnar við mbl.is í dag.

„Það er ekki vitað að svo stöddu hvort hann sé brotinn,“ bætti hann við.

Hugað að Blæ.
Hugað að Blæ. Ljósmynd/Kristinn Steinn
Blær heldur sárþjáður um ökklann.
Blær heldur sárþjáður um ökklann. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert