Víkingur vann þægilegan 32:19-útisigur á Kórdrengjum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum umspils 1. deildar karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld.
Víkingur vann einvígið 2:0 og mætir Fjölni í úrslitaeinvígi um sæti í úrvalsdeildinni. Það lið sem er fyrr til að vinna þrjá leiki fer upp í efstu deild.
Marinó Gauti Gunnlaugsson var markahæstur hjá Víkingi í kvöld með sex mörk og þeir Gunnar Valdimar Johnsen og Igor Mrsulja gerðu fimm hvor. Egidijus Mikalonis skoraði fimm fyrir Kórdrengi.