Sex mörk Óðins dugðu ekki til

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten þegar liðið heimsótti Füchse Berlín í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með sex marka sigri Füchse Berlín, 30:24, en Óðinn Þór skoraði sex mörk í leiknum. Fyrri leik liðanna lauk með fjögurra marka sigri Kadetten, 37:33, og Füchse Berlín vann því einvígið samanlagt 63:61.

Füchse Berlín er komið áfram í undanúrslitin en Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, er úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert