Eyjamenn fyrstir í undanúrslitin

Hergeir Grímsson sækir að marki ÍBV í kvöld.
Hergeir Grímsson sækir að marki ÍBV í kvöld. mbl.is/Arnþór

ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta með 27:23-útisigri á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í Mýrinni í Garðabæ. ÍBV vann einvígið 2:0 og mætir annaðhvort Selfossi eða FH í undanúrslitunum.

Eftir jafnar upphafsmínútur náði Stjarnan undirtökunum og náði mest sex marka forskoti í hálfleiknum, 12:6. Þegar upp var staðið munaði fimm mörkum í hálfleik, 15:10.

Stjarnan var áfram yfir framan af í seinni hálfleik og munaði þremur mörkum þegar hann var hálfnaður, 18:15. Eyjamenn voru þá sterkari næstu mínútur og jöfnuðu í 20:20. Var það í fyrsta sinn frá stöðunni 3:3 sem stóð jafnt.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum voru með meira eftir af tankinum og unnu að lokum góðan sigur, eftir glæsilegan endasprett.

Rúnar Kárason fór á kostum fyrir ÍBV og skoraði ellefu mörk. Kári Kristján Kristjánsson bætti við fimm. Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði átta fyrir Stjörnuna. Hergeir Grímsson gerði sex.

Stjarnan 23:27 ÍBV opna loka
60. mín. Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark Þvílíkur leikur hjá Rúnari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert