Flensburg er úr leik í Evrópudeild karla í handknattleik eftir stórt tap gegn Granollers í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í Þýskalandi í kvöld.
Leiknum lauk með átta marka sigri Granollers, 35:27, en Teitur Örn skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið.
Flensburg vann fyrri leik liðanna á Spáni, 31:30, og Granollers vann því einvígið samanlagt 65:58 og er komið áfram í undanúrslitin.