Bjarki Már Elísson og samherjar hans hjá Veszprém unnu öruggan 42:28-heimasigur á Budai Farkasok í efstu deild Ungverjalands í handbolta í dag.
Hornamaðurinn lék seinni hálfleikinn, en hjá Veszprém er mínútunum deilt jafnt á milli leikmanna.
Veszprém er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig, einu stigi á eftir Pick Szeged. Budai Farkasok er í botnsætinu með tvö stig.