Landsliðsmarkvörðurinn stóð fyrir sínu

Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð vel fyrir sínu.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð vel fyrir sínu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ringköbing mátti þola naumt tap á heimavelli, 28:29, gegn SönderjyskE í neðri umspilsriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Landsliðsmarkverðinum Elínu Jónu Þorsteinsdóttur verður ekki kennt um tapið, því hún varði 13 skot í marki Ringköbing. Var hún með 32 prósenta markvörslu.

Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Skanderborg, sem gerði jafntefli á útivelli gegn Horsens, 30:30.

Ringköbing er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig og Skanderborg í því fjórða, af fimm liðum, með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert