Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, gæti tekið fram skóna og spilað með Val gegn Haukum í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld.
Valsmenn töpuðu fyrir Haukum í fyrsta leiknum á Hlíðarenda og falla úr keppni ef þeir bíða lægri hlut á Ásvöllum í kvöld.
Mikil meiðsli herja á lið Íslandsmeistaranna og einir fjórir leikmenn sem spila fyrir utan vinstra megin eru úr leik eða mjög tæpir.
Snorri sagði í fréttum Bylgjunnar nú í hádeginu að ef Tryggvi Garðar Jónsson verði ekki leikfær í kvöld sé ekki um annað að ræða fyrir sig en að vera sjálfur í leikmannahópnum.