Boris Bjarni Akbashev er látinn

Þorbjörn Jensson þjálfari og Boris Bjarni Akbashev aðstoðarþjálfari ræða málin …
Þorbjörn Jensson þjálfari og Boris Bjarni Akbashev aðstoðarþjálfari ræða málin á landsliðsæfingu Íslands um síðustu aldamót. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hand­knatt­leiksþjálf­ar­inn Bjarni Ak­bashev, eða Bor­is eins og hann hét upp­haf­lega og var ávallt kallaður, er lát­inn, 89 ára að aldri.

Bor­is kom fyrst til Íslands árið 1980 til að þjálfa hjá Val og var þá í tvö ár. Hann kom aft­ur til lands­ins 1989 og þjálfaði hjá Breiðabliki til 1992 en eft­ir það lengst af hjá Val, að und­an­skildu einu tíma­bili, 1994-95, þegar hann þjálfaði í Ísra­el. Hann þjálfaði karlalið ÍBV 1999-2001 og var á sama tíma aðstoðarþjálf­ari í ís­lenska karla­landsliðsins.

Ég verð aldrei kóng­ur

Bor­is fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt árið 1997 og tók þá upp nafnið Bjarni.

Bor­is fædd­ist í Sov­ét­ríkj­un­um árið 12. júlí árið 1933 og var menntaður íþrótta­fræðing­ur. Hann lék með sov­éska landsliðinu á sjötta ára­tug síðustu ald­ar, sem hornamaður hægra meg­in.

Hann tók við þjálf­un síns fé­lags, Trud Moskva, sem síðan varð Kuntsevo Moskva, árið 1962, þjálfaði það um ára­bil og vann með því nokkra meist­ara­titla.

Bor­is var tækni- og þrekþjálf­ari sov­éska landsliðsins með hlé­um á ár­un­um 1967 til 1972, m.a. á heims­meist­ara­mót­um og Ólymp­íu­leik­um, en starfaði síðan á ný hjá Kuntsevo þar til hann kom til Íslands árið 1980.

Hjá Val kom Bor­is að upp­eldi og þróun fjöl­margra ís­lenskra landsliðsmanna og þar má nefna Geir Sveins­son, Valdi­mar Gríms­son, Jakob Sig­urðsson, Júlí­us Jónas­son, Dag Sig­urðsson og Ólaf Stef­áns­son sem all­ir hafa skýrt frá því í viðtöl­um hversu gríðarleg áhrif hann hafi haft á fer­il þeirra og þroska sem hand­knatt­leiks­menn. Bor­is ein­beitti sér að tækni- og ein­stak­lingsþjálf­un hjá Val um ára­bil.

Bor­is læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Olgu Ak­bashevu, en þau hafa verið bú­sett í Kópa­vogi um ára­bil. Son­ur þeirra, Mickail Ak­bashev, hef­ur einnig starfað mikið við hand­knatt­leiksþjálf­un hér á landi.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert