Dregið var í dag í riðla fyrir lokakeppni EM kvenna í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í lok næsta árs. Óhætt er að segja að möguleikar Íslands á að komast á þriðja Evrópumótið séu góðir.
Íslenska liðið dróst í sjöunda riðil, ásamt Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg. Leikið verður heima og að heiman og fara tvö efstu lið hvers riðils í lokakeppnina. Þangað fara einnig fjögur af átta liðum með bestan árangur í þriðja sæti.
Ljóst er að leikirnir við Svíþjóð verða krefjandi, en Ísland ætti að eiga mjög góða möguleika gegn Færeyjum og Lúxemborg og því góða möguleika á að komast á lokamótið.
Drátturinn í heild sinni:
1. riðill:
Króatía, Rúmenía, Grikkland, Bosnía.
2. riðill:
Þýskaland, Slóvakía, Úkraína, Ísrael.
3. riðill:
Holland, Tékkland, Portúgal, Finnland.
4. riðill:
Frakkland, Slóvenía, Ítalía, Lettland.
5. riðill:
Spánn, Norður-Makedónía, Litháen, Aserbaídsjan.
6. riðill:
Svartfjallaland, Serbía, Tyrkland, Búlgaría.
7. riðill:
Svíþjóð, ÍSLAND, Færeyjar, Lúxemborg.
8. riðill:
Danmörk, Pólland, Kósovó.