Norska Íslendingaliðið í undanúrslit

Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Kolstad í dag.
Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Kolstad í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingalið Kolstad í Noregi tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum norsku úrslitakeppninnar með naumum sigri gegn Halden á útivelli í öðrum leik liðanna.

Janus Daði Smárason skoraði sex mörk fyrir Kolstad og Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú en leiknum lauk með eins marks sigri Kolstad, 26:25, sem vann einvígið 2:0.

Kolstad mætir annaðhvort Nærbo eða Fjellhammer í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert