KA/Þór tryggði sér oddaleik með risasigri

Ida Margrethe Hoberg skoraði sjö mörk í dag.
Ida Margrethe Hoberg skoraði sjö mörk í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

KA/Þór vann gríðarlega sannfærandi 34:18-heimasigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í 1. umferðinni í úrslitakeppni kvenna í handbolta í kvöld. Liðin mætast því í oddaleik næstkomandi sunnudag og sigurvegarinn mætir Val.  

Ljóst var í hvað stefndi frá fyrstu mínútu, því KA/Þór komst í 9:1. Þá vöknuðu Stjörnukonur örlítið, en staðan í hálfleik var 17:7. Reyndist seinni hálfleikur formsatriði fyrir KA/Þór, sem jók muninn upp í 16 mörk.

Nathalía Baliana og Ida Margrethe Hoberg skoruðu sjö mörk hvor fyrir KA/Þór og Lydía Gunnþórsdóttir sex. Matea Lonac fór á kostum í markinu og varði 20 skot.

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna, þar af fjögur úr vítum. Stefanía Theodórsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir gerðu þrjú hvor.

Ida Margrethe Hoberg skorar eitt af mörkum sínum fyrir KA/Þór …
Ida Margrethe Hoberg skorar eitt af mörkum sínum fyrir KA/Þór í leiknum. Ljósmynd/Jón Óskar
KA/Þór 34:18 Stjarnan opna loka
60. mín. Stefanía Theodórsdóttir (Stjarnan) skoraði mark Vippar yfir Telmu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert