Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans hjá Alpla Hard eru komnir í bikarúrslit í austurríska handboltanum eftir 24:23-sigur á West Wien í dag.
Var staðan í hálfleik 13:11 og dugði West Wien ekki að vinna seinni hálfleikinn með einu marki.
Alpla mætir annað hvort Fuchse eða Aon Fivers í úrslitum, en þau mætast síðar í kvöld. Alpla Hard hafnaði í fjórða sæti austurrísku deildarinnar og hefur leik í úrslitakeppninni eftir tvær vikur.