Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti afar góðan leik fyrir Aix er liðið mátti þola 30:33-tap á útivelli gegn Limoges í efstu deild Frakklands í handbolta í kvöld.
Skyttan skoraði níu mörk úr 14 tilraunum og var markahæstur allra á vellinum, þrátt fyrir tapið.
Aix er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 25 leiki.