EH Aalborg tryggði sér í kvöld oddaleik í undanúrslitaeinvígi um sæti í efstu deild Danmerkur í handbolta með 27:23-útisigri á Holstebro. Er staðan í einvíginu nú 1:1.
Andrea Jacobsen leikur með Aalborg, en hún komst ekki á blað í kvöld. Markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, liðsfélagi Andreu með landsliðinu, gengur í raðir félagsins eftir leiktíðina.
Oddaleikurinn fer fram í Álaborg eftir átta daga. Sigurvegarinn fer í einvígi, þar sem sæti í efstu deild er undir.