Hannes bikarmeistari í Austurríki

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard urðu í dag bikarmeistarar í handbolta í Austurríki eftir sigur á Füchse í úrslitaleiknum, 33:27.

Alpla leiddi með einu marki í hálfleik en snemma í síðari hálfleik komst liðið í nokkurra marka forystu. Þá forystu lét liðið aldrei af hendi og tryggði sér að lokum bikarmeistaratitilinn.

Alpla endaði í fjórða sæti austurrísku deildarinnar og undirbýr sig nú fyrir úrslitakeppnina þar í landi. Liðið mætir Linz í átta liða úrslitum en fyrsti leikur einvígisins er 5. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert