Þægilegur sigur Stjörnukvenna

Stjörnukonur fagna sigrinum vel eftir leik.
Stjörnukonur fagna sigrinum vel eftir leik. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan sigraði KA/Þór í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni efstu deildar kvenna í handbolta í dag. Leikið var í TM-höllinni í Garðabæ og lokatölur urðu, 33:22, heimakonum í vil.

Úrslit leiksins í dag þýða það að Stjörnukonur mæta Val í undanúrslitum Íslandsmótsins en KA/Þór er fallið úr leik.

Stjörnukonur höfðu frumkvæðið frá byrjun til enda í dag. Þær komust í 3:0 þegar Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í leiknum. Norðankonur bitu þá frá sér en náðu þó ekki að jafna leikinn, næst komust þær því þegar Ida Margrethe Hoberg skoraði og staðan orðin 6:5, heimakonum í vil. 

Hildur Lilja Jónsdóttir skýtur að marki Stjörnunnar í dag. Brittney …
Hildur Lilja Jónsdóttir skýtur að marki Stjörnunnar í dag. Brittney Cots er til varnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Lena Margrét kom Stjörnukonum fjórum mörkum yfir þegar hún skoraði fínt mark og staðan orðin, 12:8. Það var síðan Helena Rut Örvarsdóttir sem átti lokaorðið í fyrri hálfleik er hún skoraði sitt þriðja mark í leiknum rétt áður en hálfleiksflautið gall. Staðan í hálfleik var 14:10, Garðbæingum í vil.

Síðari hálfleikur var jafn til að byrja með. Staðan var 17:13, fyrir heimakonur þegar 35 mínútur voru á klukkunni. Eftir það var aðeins eitt lið á vellinum og stungu Garðbæingar hreinlega af.

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, reyndi að breyta varnarleiknum en það gekk ekki upp og Stjörnukonur sigruðu á endanum með 11 marka mun, 33:22.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar annað af tveimur mörkum sínum í …
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar annað af tveimur mörkum sínum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Darija Zecevic, markvörður Stjörnunnar, var frábær í leiknum og varði 17 skot. Helena Rut Örvarsdóttir átti einnig frábæran leik fyrir heimakonur, var frábær í vörninni og fylgdi því eftir með sjö mörkum sóknarlega.

Hjá gestunum var Matea Lonac, markvörður, best en hún varði 13 skot. Ida Margrethe Hoberg var markahæst þeirra með átta mörk.

Stjarnan 33:22 KA/Þór opna loka
60. mín. Stjarnan tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert