Flísaðist upp úr ristinni

Sveinn Andri Sveinsson í leik með Empor Rostock á tímabilinu.
Sveinn Andri Sveinsson í leik með Empor Rostock á tímabilinu. Ljósmynd/Empor Rostock

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, leikstjórnandi hjá Empor Rostock í þýsku B-deildinni, telur ólíklegt að hann verði meira með liðinu á tímabilinu eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í leik á dögunum.

„Það flísaðist upp úr ristinni í leik um daginn. Síðan hef ég ekkert verið með. Ég missi líklega af restinni á tímabilinu.

Ef ég verð heppinn næ ég kannski síðasta leiknum, hugsanlega tveimur síðustu leikjum liðsins,“ sagði Sveinn Andri í samtali við Handbolta.is.

Sjö umferðir eru óleiknar í þýsku B-deildinni þar sem Rostock er í vondum málum í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.

Samningur Sveins Andra við félagið rennur út í sumar og kvaðst hann ekki vita hvað framtíðin bæri í skauti sér.

„Ég er laus undan samningi eftir tímabilið og er að skoða mín mál, hvað tekur við. Enn sem komið er er ekkert komið á hreint,“ sagði hann við Handbolta.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert