Þriðji Íslendingurinn samdi við Skara

Katrín Tinna Jensdóttir er gengin til liðs við Skara í …
Katrín Tinna Jensdóttir er gengin til liðs við Skara í Svíþjóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikskonan Katrín Tinna Jensdóttir er gengin til liðs við Íslendingalið Skara í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Katrín Tinna, sem er tvítug, kemur til Skara frá norska úrvalsdeildarfélaginu Volda þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Hún skrifaði undir tveggja ára samning í Svíþjóð en hjá Skara hittir hún fyrir þær Aldísi Ástu Heimisdóttur og Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur.

Skara hafnaði í 6. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir tap gegn Höör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert