Aron fór meiddur af velli

Aron Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason fór meiddur af velli á 21. mínútu í leik Sirius og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron byrjaði leikinn í hægri bakverði, en hann settist á grasið þegar boltinn var hvergi nærri og þurfti að fara af velli.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Sirius til þessa, því þeir Óli Valur Ómarsson, Christian Kouakou, Andreas Murbeck, Patrick Karlsson Lagemyr, David Mitov Nilssom og Filip Olsson eru einnig að glíma við meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert