Danski landsliðsþjálfarinn fékk risasamning

Nikolaj Jacobsen þjálfar danska liðið næstu sjö ár.
Nikolaj Jacobsen þjálfar danska liðið næstu sjö ár. AFP

Nikolaj Jacobsen framlengdi í dag samning sinn við danska handknattleikssambandið og mun hann þjálfa karlalandslið þjóðarinnar til ársins 2030. Er sá danski því með samning við sambandið næstu sjö árin.

Jacobsen tók við danska liðinu árið 2017 og hefur liðið unnið síðustu þrjú heimsmeistaramót undir hans stjórn.

 „Ég er mjög ánægður í starfi hjá danska handknattleikssambandinu. Ég er að þjálfa ótrúlega hæfileikaríka leikmenn og ég er fáránlega ánægður með þjálfarateymið. Það er alltaf gaman þegar landsliðið kemur saman,“ er m.a. haft eftir Jacbosen á heimasíðu danska sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert