Handknattleiksmaðurinn Þorvaldur Tryggvason hefur gert þriggja ára samning við Aftureldingu. Hann kemur til félagsins frá Fram.
Þorvaldur, sem er 24 ára gamall, er línumaður og hefur spilað stórt hlutverk í varnarleik Fram á undanförnum árum.
Leikmaðurinn skoraði 14 mörk í 18 leikjum með Fram í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Fram og Afturelding mættust einmitt í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og fór Afturelding áfram í undanúrslit með 2:0-sigri í einvíginu.