Undanúrslit Íslandsmóts kvenna í handbolta hefjast á Hlíðarenda í dag klukkan 14 þegar Valur tekur á móti Stjörnunni, sem lagði KA/Þór í oddaleik um síðustu helgi. Valskonur sátu hjá í fyrstu umferð líkt og deildarmeistarar ÍBV.
Þá tekur ÍBV á móti Haukum í Vestmannaeyjum klukkan 16.40. Haukar gerðu sér lítið fyrir og sópuðu Íslandsmeisturum Fram út í tveimur leikjum.
Þá tekur ÍR á móti Selfossi í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild að ári. ÍR lagði Selfoss nokkuð óvænt í fyrsta leik liðanna í vikunni.