Valur jafnaði metin í Garðabænum

Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að vörn Stjörnunnar í dag.
Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að vörn Stjörnunnar í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Val­ur jafnaði í dag met­in í 1:1 í undanúr­slita­ein­vígi sínu við Stjörn­una á Íslands­móti kvenna í hand­knatt­leik, með naum­um 25:24-sigri í æsispenn­andi öðrum leik liðanna í Mýr­inni í Garðabæ.

Hart var bar­ist í fyrri hálfleik þar sem lítið skildi á milli liðanna.

Þegar fyrri hálfleik­ur var tæp­lega hálfnaður náði Stjarn­an tveggja marka for­ystu, 7:5. Heima­kon­ur héldu henna þó ekki lengi þar sem Val­ur sneri tafl­inu við og komst einu marki yfir, 9:8.

Ekki leið á löngu þar til Stjarn­an komst í for­ystu á ný, 11:10.

Áfram héldu liðin að skipt­ast á að kom­ast yfir og var staðan jöfn, 13:13, þegar skammt var eft­ir af fyrri hálfleik.

Val­ur lauk hins veg­ar hálfleikn­um á því að skora tvö síðustu mörk hans og leiddu því með tveim­ur mörk­um, 15:13, í hálfleik.

Þrátt fyr­ir að Val­ur hafi fengið litla markvörslu í fyrri hálfleik kom það ekki að sök þar sem liðið lék firna sterk­an varn­ar­leik. Sama mátti segja um Stjörn­una lengst fram­an af í hálfleikn­um.

Í síðari hálfleik herti Val­ur enn frek­ar tök­in í varn­ar­leikn­um þar sem Stjarn­an átti í stök­ustu vand­ræðum með að finna gluf­ur.

Val­ur hélt sömu­leiðis dampi í sókn­inni og náði fljót­lega fjög­urra marka for­ystu, 20:16.

Eft­ir það tók Stjarn­an sér­stak­lega vel við sér og minnkaði mun­inn niður í aðeins eitt mark, 22:21.

Val­ur hristi þá af sér tíma­bundið slen sitt, skoraði tvö mörk í röð og leiddi með þrem­ur mörk­um, 24:21, þegar rúm­ar átta mín­út­ur voru til leiks­loka.

Stjarn­an lagði þó ekki árar í bát og skoraði þrjú mörk í röð. Staðan orðin jöfn og í hönd fóru æsispenn­andi loka­mín­út­ur.

Bæði lið misstu bolt­ann trekk í trekk en Lilja Ágústs­dótt­ir kom bolt­an­um í markið þegar hún kastaði yfir nán­ast all­an völl­inn í autt markið.

Helena Rut Örvars­dótt­ir fékk tæki­færi til þess að jafna met­in þegar 13 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um en Sara Sif Helga­dótt­ir varði lag­lega og tryggði Val sig­ur­inn.

Þriðji leik­ur liðanna fer fram á Hlíðar­enda á miðviku­dags­kvöld.

Stjarn­an 24:25 Val­ur opna loka
Helena Rut Örvarsdóttir - 7
Elísabet Gunnarsdóttir - 4
Britney Cots - 4
Eva Björk Davíðsdóttir - 3 / 2
Stefanía Theodórsdóttir - 2
Hanna Guðrún Stefánsdóttir - 2
Lena Margrét Valdimarsdóttir - 2
Mörk 6 / 2 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir
5 - Mariam Eradze
4 - Thea Imani Sturludóttir
3 - Elín Rósa Magnúsdóttir
2 - Lilja Ágústsdóttir
2 - Hildur Björnsdóttir
2 - Sigríður Hauksdóttir
1 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir
Darija Zecevic - 7 / 1
Varin skot 6 - Sara Sif Helgadóttir

10 Mín

Brottvísanir

4 Mín

mín.
60 Leik lokið
Sara Sif ver á ögurstundu og tryggir Val eins marks sigur!
60 Sara Sif Helgadóttir (Valur) varði skot
Risavarsla, ver frá Helenu Rut!
60 Stjarnan tekur leikhlé
45 sekúndur eftir og Stjarnan tekur leikhlé!
60 Valur tapar boltanum
59 Stjarnan tapar boltanum
59 24 : 25 - Lilja Ágústsdóttir (Valur) skoraði mark
Skorar yfir nánast allan völlinn í autt markið.
59 Stjarnan tapar boltanum
58 Valur tapar boltanum
Valur er að gefa boltann frá sér í sífellu.
58 Britney Cots (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Fer ansi geyst í Theu sem var í loftinu.
57 Valur tekur leikhlé
Ágústi líst ekki á blikuna og tekur annað leikhlé.
57 24 : 24 - Stefanía Theodórsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Stefanía klikkar ekki í hraðaupphlaupinu, staðan orðin jöfn!
57 Valur tapar boltanum
56 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) á skot í slá
Alein gegn Söru Sif eftir hraðaupphlaup en skýtur í þverslána og yfir!
56 Valur tapar boltanum
55 23 : 24 - Stefanía Theodórsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Kemst á blað eftir hraðaupphlaup.
55 Thea Imani Sturludóttir (Valur) skýtur framhjá
54 Valur tekur leikhlé
Ágúst, þjálfari Vals, fer yfir málin með leikmönnum sínum.
54 Stjarnan tapar boltanum
54 Valur tapar boltanum
Sending Sigríðar klikkar.
53 22 : 24 - Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
52 21 : 24 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Sleggja fyrir utan.
52 Sara Sif Helgadóttir (Valur) varði skot
Ver frá Cots, sem skýtur og skýtur.
51 21 : 23 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Brýst í gegn og skorar nokkuð langþráð mark fyrir Val.
50 Stjarnan tapar boltanum
Vörn Vals tekur skot Cots með glæsilegum hætti.
50 Sigríður Hauksdóttir (Valur) á skot í slá
Vippar yfir Dariju en skotið í þverslána!
49 Britney Cots (Stjarnan) skýtur framhjá
Skotið töluvert langt framhjá.
49 Darija Zecevic (Stjarnan) varði skot
Ver frábærlega frá Hildigunni af línunni!
49 21 : 22 - Britney Cots (Stjarnan) skoraði mark
Langt fyrir utan af miðjunni, lúmskt skot.
47 Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Hefur fengið tvær mínútur áðan, fyrir hvað sá ég ekki.
48 Stjarnan tekur leikhlé
Stjarnan er með boltann og getur minnkað muninn niður í aðeins eitt mark. Hrannar þjálfari fer yfir málin.
48 Valur tapar boltanum
47 20 : 22 - Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hefur verið öflug á línunni í dag, komin með fjögur mörk.
47 Darija Zecevic (Stjarnan) varði skot
Ver glæsilega frá Þóreyju Önnu.
47 Stjarnan tapar boltanum
46 Sigríður Hauksdóttir (Valur) á skot í stöng
Í stöngina og út í innkast.
45 19 : 22 - Britney Cots (Stjarnan) skoraði mark
Nær að skora í annarri tilraun.
45 Sara Sif Helgadóttir (Valur) varði skot
Ver frá Cots, sem nær frákastinu.
44 Valur tapar boltanum
44 Britney Cots (Stjarnan) skýtur yfir
Skotið í gólfið og yfir.
43 18 : 22 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Nýtir styrk sinn, brýst í gegn og neglir boltanum niður í nærhornið.
43 18 : 21 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hin 44 ára unga Hanna Guðrún skorar annað mark sitt í dag.
42 17 : 21 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Sjötta mark hennar í dag.
41 17 : 20 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Lagar stöðuna með gegnumbroti, komin með sjö mörk í dag.
41 Valur tapar boltanum
Sendingar Elínar Rósu fer aftur fyrir endamörk.
40 Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) á skot í slá
Reynir að vippa af línunni en skotið í þverslána og yfir.
40 16 : 20 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
Öruggt. Valur leiðir með fjórum mörkum!
40 Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) fiskar víti
Lena Margrét brotleg.
39 Sara Sif Helgadóttir (Valur) varði skot
Skot Lenu Margrétar af vörninni og Sara Sif ver svo aftur fyrir.
38 16 : 19 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Skorar aftur af línunni.
38 16 : 18 - Britney Cots (Stjarnan) skoraði mark
Höndin komin upp en Cots brýst í gegn í tæka tíð og skorar.
37 15 : 18 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Flott línusending hjá Elínu Rósu og Hildur kemst á blað.
36 15 : 17 - Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Opnast allt og Lena Margrét ekki í vandræðum með að skora.
36 Mariam Eradze (Valur) skýtur framhjá
35 Stjarnan tapar boltanum
Elísabet nær ekki boltanum á línunni.
35 14 : 17 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Setur þennan upp í samskeytin.
35 Stjarnan tapar boltanum
Skref á Hönnu Guðrúnu.
34 14 : 16 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Vörnin tekur fyrra skotið, Thea nær boltanum aftur og skorar þá auðveldlega.
34 Stjarnan tapar boltanum
34 Valur tapar boltanum
33 Darija Zecevic (Stjarnan) varði skot
Ver glæsilega frá Mariam, Valur heldur boltanum.
33 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
Þrumar nokkuð langt framhjá markinu.
32 Thea Imani Sturludóttir (Valur) skýtur yfir
Hátt yfir markið.
31 14 : 15 - Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Brýst í gegn og skorar úr fyrstu sókn síðari hálfleiks.
31 Leikur hafinn
Stjarnan hefur síðari hálfleikinn.
30 Hálfleikur
Valur leiðir með tveimur mörkum í hálfleik eftir bráðskemmtilegan og spennandi fyrri hálfleik.
30 Stjarnan tapar boltanum
Línusending Evu Bjarkar klikkar.
30 Hildigunnur Einarsdóttir (Valur) fékk 2 mínútur
Fer í andlitið á Helenu Rut.
29 13 : 15 - Sigríður Hauksdóttir (Valur) skoraði mark
Valur geysist í sókn og Sigríður vippar snyrtilega yfir Dariju.
29 Sara Sif Helgadóttir (Valur) varði skot
Ver vel frá Evu Björk sem þrumaði að marki töluvert fyrir utan.
28 13 : 14 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Finnur einhvern veginn leið og smellir boltanum í gólfið og í netið.
27 13 : 13 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Vörnin tekur skot Helenu Rutar, hún nær hins vegar frákastinu og skorar!
27 12 : 13 - Sigríður Hauksdóttir (Valur) skoraði mark
Glæsileg sending Ásdísar Þóru á Sigríði sem skorar úr horninu.
26 12 : 12 - Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Lena Margrét með frábæra línusendingu og Elísabet nýtir færið sem endra nær.
25 11 : 12 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Svakalega sterk, nýtir sér styrkinn til þess að brjótast í gegn og skorar.
25 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) skýtur yfir
Töluvert yfir markið.
24 11 : 11 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Nú gerir hún engin mistök úr horninu.
24 11 : 10 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot.
23 Darija Zecevic (Stjarnan) varði skot
Ver aftur frá Þóreyju Önnu, sem reyndi að vippa yfir Dariju.
23 10 : 10 - Britney Cots (Stjarnan) skoraði mark
Eldsnögg sókn þar sem Cots skorar.
22 9 : 10 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir (Valur) skoraði mark
Alvöru hamar langt fyrir utan, Ásdís Þóra stimplar sig strax inn!
22 9 : 9 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Laglega útfærð sókn þar sem Helena Rut sér glufu, brýst í gegn og skorar auðveldlega.
21 Darija Zecevic (Stjarnan) varði skot
Ver laglega frá Þóreyju Önnu úr horninu.
21 Stjarnan tapar boltanum
Skref á Lenu Margréti.
20 Stjarnan tekur leikhlé
Hrannar þjálfari fer aðeins yfir málin, Stjarnan er tveimur mönnum færri sem stendur.
20 8 : 9 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Kastar yfir nánast allan völlinn þar sem enginn er í markinu.
20 Stjarnan tapar boltanum
Slæm sending hjá Lenu Margréti.
19 8 : 8 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
Öruggt.
19 Thea Imani Sturludóttir (Valur) fiskar víti
19 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Fer í skothöndina á Theu.
18 Britney Cots (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Tekur full hressilega á Söru Dögg.
17 8 : 7 - Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Lena Margrét finnur Elísabetu sem skorar af öryggi af línunni.
16 7 : 7 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Virkilega vel gert, hleypur langa leið og er ekki í neinu jafnvægi þegar skotið ríður af en tekst að lauma boltanum framhjá Dariju.
16 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) skýtur yfir
Höndin komin upp og skotið svona líka svakalega hátt yfir markið.
14 7 : 6 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Brýst í gegn og þrumar boltanum niður í hornið.
14 Britney Cots (Stjarnan) skýtur framhjá
13 Darija Zecevic (Stjarnan) varði skot
Ver frá Lilju úr horninu.
13 Sara Sif Helgadóttir (Valur) varði skot
Ver frá Helenu Rut. Fyrsta varða skotið hjá Val.
12 Valur tapar boltanum
Hanna Guðrún stelur boltanum, les sendingu Mariam.
11 7 : 5 - Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
Aftur örugg á vítalínunni.
11 Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) fiskar víti
11 Darija Zecevic (Stjarnan) ver víti
Ver vítið laglega með vinstri fæti!
11 Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) brennir af víti
11 Sara Dögg Hjaltadóttir (Valur) fiskar víti
10 6 : 5 - Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Lagleg línusending hjá Evu Björk.
10 5 : 5 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Gegnumbrot og þrumuskot.
9 5 : 4 - Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
Öruggt.
9 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) fiskar víti
8 Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) gult spjald
Hangir í Evu Björk.
8 4 : 4 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Alvöru sleggja fyrir utan!
8 4 : 3 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Kemur Stjörnunni yfir í fyrsta sinn.
7 Mariam Eradze (Valur) á skot í stöng
Í stöngina og aftur fyrir.
7 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Stjarnan) á skot í stöng
Ein gegn Hrafnhildi en skýtur í stöngina.
7 Sara Dögg Hjaltadóttir (Valur) skýtur framhjá
6 3 : 3 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Eftir hraðaupphlaup.
6 Valur tapar boltanum
6 Stjarnan tapar boltanum
Leikleysa.
5 Valur tapar boltanum
Sending Theu inn á línu klikkar.
5 Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Fer í andlitið á Söru Dögg.
4 Britney Cots (Stjarnan) gult spjald
Hangir í Theu.
4 2 : 3 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Þrumuskot fyrir utan, fer upp í samskeytin!
3 1 : 3 - Lilja Ágústsdóttir (Valur) skoraði mark
Eftir hraðaupphlaup.
3 Stjarnan tapar boltanum
Skref á Helenu Rut.
3 Mariam Eradze (Valur) fékk 2 mínútur
Gengur full harkalega fram í baráttu við Helenu Rut.
2 1 : 2 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Skorar auðveldlega eftir að hornið galopnaðist.
2 1 : 1 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Brýst í gegn og skorar af harðfylgi.
1 0 : 1 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Stekkur upp og skýtur beint á Dariju, sem ver boltann í markið.
1 Leikur hafinn
Valur byrjar í sókn.
0 Textalýsing
Þá rjúka leikmenn inn á völlinn og liðin eru kynnt í snatri.
0 Textalýsing
Liðin eru ekki enn komin á völlinn og tvær mínútur í leik, leikurinn hefst því tæpast á réttum tíma.
0 Textalýsing
Í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins vann Stjarnan líkt og áður segir fjögurra marka sigur á Hlíðarenda eftir gífurlega spennandi, framlengdan leik.
0 Textalýsing
Valur var með yfirhöndina í leikjum liðanna í deildinni á tímabilinu þar sem liðið vann báða heimaleiki sína með tveimur mörkum, 30:28 og 25:23, auk þess sem liðin skildu jöfn, 25:25, hér í Garðabæ.
0 Textalýsing
Stjarnan er með 1:0-forystu í einvíginu, eftir 32:28-útisigur í fyrsta leik. Þrjá sigra þarf til að fara í úrslit, þar sem ÍBV eða Haukar bíður.
0 Textalýsing
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá öðrum leik Stjörnunnar og Vals í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson

Gangur leiksins: 2:3, 6:5, 8:9, 11:12, 13:15, 14:17, 16:20, 19:22, 21:22, 23:24, 24:25.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson

Völlur: TM-höllin

Stjarnan: Darija Zecevic (M), Elísabet Millý Elíasardóttir (M), Elín Eyfjörð Ármannsdóttir (M). Vigdís Arna Hjartardóttir, Birta M. Sigmundsdóttir, Anna Lára Davíðsdóttir, Anna Karen Hansdóttir, Britney Cots, Helena Rut Örvarsdóttir , Aníta Theodórsdóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Stefanía Theodórsdóttir, Eva Björk Davíðsdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Hanna Guðrún Hauksdóttir.

Valur: Sara Sif Helgadóttir (M), Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (M). Sigríður Hauksdóttir, Sara Dögg Hjaltadóttir, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Morgan Marie Þorkelsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Mariam Eradze, Thea Imani Sturludóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 FH 19 13 3 3 566:498 68 29
2 Valur 19 13 2 4 628:557 71 28
3 Afturelding 19 12 3 4 614:537 77 27
4 Fram 19 13 1 5 640:576 64 27
5 Haukar 19 10 2 7 598:535 63 22
6 ÍBV 19 8 4 7 580:582 -2 20
7 Stjarnan 19 7 4 8 537:564 -27 18
8 HK 19 7 2 10 553:558 -5 16
9 KA 19 5 3 11 551:604 -53 13
10 Grótta 19 4 2 13 530:576 -46 10
11 ÍR 19 4 2 13 586:683 -97 10
12 Fjölnir 19 4 0 15 508:621 -113 8
05.03 Valur 37:32 Fram
05.03 Afturelding 40:21 Stjarnan
04.03 Grótta 31:35 Fjölnir
04.03 Haukar 25:28 FH
04.03 ÍR 32:29 HK
04.03 KA 31:31 ÍBV
21.02 HK 33:29 KA
20.02 FH 27:23 Grótta
20.02 Fram 41:25 ÍR
20.02 Valur 35:25 Fjölnir
20.02 ÍBV 35:35 Afturelding
19.02 Stjarnan 23:29 Haukar
16.02 ÍBV 31:29 Grótta
15.02 ÍR 31:48 Valur
14.02 Fjölnir 22:38 FH
13.02 Grótta 28:29 Stjarnan
13.02 Afturelding 35:31 HK
13.02 KA 34:37 Fram
12.02 Haukar 28:24 ÍBV
11.02 Valur 33:26 FH
09.02 Stjarnan 33:25 Fjölnir
09.02 ÍR 34:39 KA
08.02 Fram 34:32 Afturelding
07.02 HK 30:29 Haukar
04.02 Haukar 29:30 Fram
04.02 FH 29:29 Stjarnan
04.02 Grótta 23:29 HK
04.02 Afturelding 34:27 ÍR
04.02 KA 29:32 Valur
04.02 Fjölnir 26:30 ÍBV
14.12 KA 28:28 Afturelding
14.12 ÍBV 26:26 FH
13.12 Valur 40:34 Stjarnan
13.12 Fram 38:33 Grótta
12.12 ÍR 27:43 Haukar
12.12 HK 30:23 Fjölnir
06.12 Stjarnan 33:26 ÍBV
06.12 Haukar 38:31 KA
05.12 Afturelding 29:25 Valur
05.12 FH 30:21 HK
05.12 Grótta 29:29 ÍR
05.12 Fjölnir 28:36 Fram
30.11 ÍBV 34:28 Valur
29.11 HK 27:27 Stjarnan
29.11 Fram 29:30 FH
28.11 ÍR 41:33 Fjölnir
28.11 KA 29:23 Grótta
26.11 Afturelding 26:29 Haukar
22.11 Afturelding 32:28 Grótta
22.11 ÍR 24:41 FH
22.11 Haukar 29:33 Valur
22.11 HK 32:24 ÍBV
22.11 KA 27:23 Fjölnir
21.11 Fram 35:26 Stjarnan
15.11 Valur 33:23 HK
14.11 Grótta 25:42 Haukar
14.11 Fjölnir 24:30 Afturelding
14.11 Stjarnan 38:33 ÍR
14.11 FH 36:25 KA
13.11 ÍBV 29:36 Fram
02.11 Afturelding 29:35 FH
01.11 Grótta 21:22 Valur
31.10 Fram 26:25 HK
31.10 Haukar 38:28 Fjölnir
31.10 KA 27:27 Stjarnan
31.10 ÍR 31:41 ÍBV
26.10 ÍBV 36:31 KA
25.10 Fram 31:31 Valur
24.10 HK 37:31 ÍR
24.10 Stjarnan 29:36 Afturelding
24.10 Fjölnir 31:28 Grótta
18.10 Grótta 24:24 FH
18.10 Fjölnir 34:35 Valur
17.10 ÍR 35:34 Fram
17.10 KA 35:34 HK
17.10 Afturelding 38:27 ÍBV
16.10 Haukar 20:20 Stjarnan
12.10 FH 25:18 Fjölnir
11.10 Valur 41:36 ÍR
11.10 Fram 34:28 KA
10.10 HK 24:32 Afturelding
10.10 Stjarnan 30:29 Grótta
10.10 ÍBV 32:29 Haukar
04.10 Fjölnir 29:28 Stjarnan
03.10 FH 23:30 Valur
03.10 Afturelding 34:29 Fram
03.10 KA 28:24 ÍR
03.10 Grótta 32:30 ÍBV
02.10 Haukar 29:29 HK
27.09 Stjarnan 22:26 FH
27.09 Fram 37:34 Haukar
26.09 HK 29:31 Grótta
26.09 ÍR 31:31 Afturelding
26.09 ÍBV 30:22 Fjölnir
25.09 Valur 38:27 KA
23.09 FH 30:29 Haukar
20.09 Afturelding 33:22 KA
20.09 Fjölnir 28:27 HK
19.09 Grótta 31:35 Fram
19.09 Stjarnan 28:25 Valur
19.09 FH 33:30 ÍBV
19.09 Haukar 37:30 ÍR
14.09 Fram 43:28 Fjölnir
13.09 ÍBV 33:31 Stjarnan
13.09 Valur 31:34 Afturelding
12.09 HK 36:32 FH
12.09 ÍR 29:33 Grótta
12.09 KA 26:34 Haukar
07.09 Grótta 29:25 KA
06.09 Fjölnir 26:36 ÍR
05.09 Haukar 27:26 Afturelding
05.09 Stjarnan 29:27 HK
05.09 FH 27:23 Fram
04.09 Valur 31:31 ÍBV
08.03 14:00 Fjölnir : Haukar
08.03 14:00 ÍBV : ÍR
08.03 16:00 Valur : Grótta
08.03 17:30 HK : Fram
09.03 16:00 Stjarnan : KA
09.03 18:30 FH : Afturelding
19.03 19:30 Afturelding : Fjölnir
19.03 19:30 ÍR : Stjarnan
19.03 19:30 Fram : ÍBV
19.03 19:30 Haukar : Grótta
19.03 19:30 KA : FH
19.03 19:30 HK : Valur
26.03 19:30 FH : ÍR
26.03 19:30 ÍBV : HK
26.03 19:30 Grótta : Afturelding
26.03 19:30 Valur : Haukar
26.03 19:30 Stjarnan : Fram
26.03 19:30 Fjölnir : KA
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 FH 19 13 3 3 566:498 68 29
2 Valur 19 13 2 4 628:557 71 28
3 Afturelding 19 12 3 4 614:537 77 27
4 Fram 19 13 1 5 640:576 64 27
5 Haukar 19 10 2 7 598:535 63 22
6 ÍBV 19 8 4 7 580:582 -2 20
7 Stjarnan 19 7 4 8 537:564 -27 18
8 HK 19 7 2 10 553:558 -5 16
9 KA 19 5 3 11 551:604 -53 13
10 Grótta 19 4 2 13 530:576 -46 10
11 ÍR 19 4 2 13 586:683 -97 10
12 Fjölnir 19 4 0 15 508:621 -113 8
05.03 Valur 37:32 Fram
05.03 Afturelding 40:21 Stjarnan
04.03 Grótta 31:35 Fjölnir
04.03 Haukar 25:28 FH
04.03 ÍR 32:29 HK
04.03 KA 31:31 ÍBV
21.02 HK 33:29 KA
20.02 FH 27:23 Grótta
20.02 Fram 41:25 ÍR
20.02 Valur 35:25 Fjölnir
20.02 ÍBV 35:35 Afturelding
19.02 Stjarnan 23:29 Haukar
16.02 ÍBV 31:29 Grótta
15.02 ÍR 31:48 Valur
14.02 Fjölnir 22:38 FH
13.02 Grótta 28:29 Stjarnan
13.02 Afturelding 35:31 HK
13.02 KA 34:37 Fram
12.02 Haukar 28:24 ÍBV
11.02 Valur 33:26 FH
09.02 Stjarnan 33:25 Fjölnir
09.02 ÍR 34:39 KA
08.02 Fram 34:32 Afturelding
07.02 HK 30:29 Haukar
04.02 Haukar 29:30 Fram
04.02 FH 29:29 Stjarnan
04.02 Grótta 23:29 HK
04.02 Afturelding 34:27 ÍR
04.02 KA 29:32 Valur
04.02 Fjölnir 26:30 ÍBV
14.12 KA 28:28 Afturelding
14.12 ÍBV 26:26 FH
13.12 Valur 40:34 Stjarnan
13.12 Fram 38:33 Grótta
12.12 ÍR 27:43 Haukar
12.12 HK 30:23 Fjölnir
06.12 Stjarnan 33:26 ÍBV
06.12 Haukar 38:31 KA
05.12 Afturelding 29:25 Valur
05.12 FH 30:21 HK
05.12 Grótta 29:29 ÍR
05.12 Fjölnir 28:36 Fram
30.11 ÍBV 34:28 Valur
29.11 HK 27:27 Stjarnan
29.11 Fram 29:30 FH
28.11 ÍR 41:33 Fjölnir
28.11 KA 29:23 Grótta
26.11 Afturelding 26:29 Haukar
22.11 Afturelding 32:28 Grótta
22.11 ÍR 24:41 FH
22.11 Haukar 29:33 Valur
22.11 HK 32:24 ÍBV
22.11 KA 27:23 Fjölnir
21.11 Fram 35:26 Stjarnan
15.11 Valur 33:23 HK
14.11 Grótta 25:42 Haukar
14.11 Fjölnir 24:30 Afturelding
14.11 Stjarnan 38:33 ÍR
14.11 FH 36:25 KA
13.11 ÍBV 29:36 Fram
02.11 Afturelding 29:35 FH
01.11 Grótta 21:22 Valur
31.10 Fram 26:25 HK
31.10 Haukar 38:28 Fjölnir
31.10 KA 27:27 Stjarnan
31.10 ÍR 31:41 ÍBV
26.10 ÍBV 36:31 KA
25.10 Fram 31:31 Valur
24.10 HK 37:31 ÍR
24.10 Stjarnan 29:36 Afturelding
24.10 Fjölnir 31:28 Grótta
18.10 Grótta 24:24 FH
18.10 Fjölnir 34:35 Valur
17.10 ÍR 35:34 Fram
17.10 KA 35:34 HK
17.10 Afturelding 38:27 ÍBV
16.10 Haukar 20:20 Stjarnan
12.10 FH 25:18 Fjölnir
11.10 Valur 41:36 ÍR
11.10 Fram 34:28 KA
10.10 HK 24:32 Afturelding
10.10 Stjarnan 30:29 Grótta
10.10 ÍBV 32:29 Haukar
04.10 Fjölnir 29:28 Stjarnan
03.10 FH 23:30 Valur
03.10 Afturelding 34:29 Fram
03.10 KA 28:24 ÍR
03.10 Grótta 32:30 ÍBV
02.10 Haukar 29:29 HK
27.09 Stjarnan 22:26 FH
27.09 Fram 37:34 Haukar
26.09 HK 29:31 Grótta
26.09 ÍR 31:31 Afturelding
26.09 ÍBV 30:22 Fjölnir
25.09 Valur 38:27 KA
23.09 FH 30:29 Haukar
20.09 Afturelding 33:22 KA
20.09 Fjölnir 28:27 HK
19.09 Grótta 31:35 Fram
19.09 Stjarnan 28:25 Valur
19.09 FH 33:30 ÍBV
19.09 Haukar 37:30 ÍR
14.09 Fram 43:28 Fjölnir
13.09 ÍBV 33:31 Stjarnan
13.09 Valur 31:34 Afturelding
12.09 HK 36:32 FH
12.09 ÍR 29:33 Grótta
12.09 KA 26:34 Haukar
07.09 Grótta 29:25 KA
06.09 Fjölnir 26:36 ÍR
05.09 Haukar 27:26 Afturelding
05.09 Stjarnan 29:27 HK
05.09 FH 27:23 Fram
04.09 Valur 31:31 ÍBV
08.03 14:00 Fjölnir : Haukar
08.03 14:00 ÍBV : ÍR
08.03 16:00 Valur : Grótta
08.03 17:30 HK : Fram
09.03 16:00 Stjarnan : KA
09.03 18:30 FH : Afturelding
19.03 19:30 Afturelding : Fjölnir
19.03 19:30 ÍR : Stjarnan
19.03 19:30 Fram : ÍBV
19.03 19:30 Haukar : Grótta
19.03 19:30 KA : FH
19.03 19:30 HK : Valur
26.03 19:30 FH : ÍR
26.03 19:30 ÍBV : HK
26.03 19:30 Grótta : Afturelding
26.03 19:30 Valur : Haukar
26.03 19:30 Stjarnan : Fram
26.03 19:30 Fjölnir : KA
urslit.net
Fleira áhugavert