Erfiður riðill á EM – mæta Ungverjum aftur

Dregið var í riðlana á EM í dag.
Dregið var í riðlana á EM í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Ísland leikur í erfiðum riðli á lokamóti EM karla í handbolta, en dregið var í riðla í Düsseldorf í Þýskalandi í dag.

Vitað var fyrir dráttinn að Ísland yrði í C-riðli og riðilinn yrði leikinn í München. Ungverjaland, Serbía og Svartfjallaland drógust í riðilinn í dag og er ljóst að Ísland mætir þremur sterkum andstæðingum frá Austur-Evrópu í riðlakeppninni.

Ísland var einnig með Ungverjalandi á HM í Svíþjóð í ár og tapaði þá 28:30, eftir að hafa verið með gott forskot stóran hluta leiks. Liðin mættust einnig í Búdapest á EM 2022 og vann Ísland þá nauman 31:30-sigur.

Ísland mætti Svartfjallalandi einnig á EM á síðasta ári og vann þá sannfærandi 34:24-sigur. Ísland mætti Serbíu síðast á EM 2018 og tapaði þá 26:29. 

Upphafsleikur Evrópumótsins verður á milli Þýskalands og Sviss í Düsseldorf fyrir framan 50.000 áhorfendur, en stærsta knattspyrnuvelli borgarinnar verður breytt í handboltavöll í skamman tíma. 

Riðlarnir á EM í Þýskalandi 2023:

A-riðill: Frakkland, Þýskaland, Norður-Makedónía, Sviss.
B-riðill: Spánn, Austurríki, Króatía, Rúmenía.
C-riðill: ÍSLAND, Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland.
D-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, Færeyjar.
E-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, Georgía.
F-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland.

Dregið í riðla fyrir EM 2024 opna loka
kl. 16:30 Textalýsing C-riðill: ÍSLAND, Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland. - Það er alvöru riðill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert