Einar Ingi Hrafnsson, handboltamaðurinn reyndi úr Aftureldingu, spilaði nær örugglega sinn síðasta leik í kvöld þegar lið hans féll út í undanúrslitum Íslandsmótsins gegn Haukum.
„Þetta var eiginlega tekið frá mér, ég ætlaði ekki að enda svona," sagði Einar við mbl.is eftir leikinn.
Spurður hvort þetta hefði verið lokaleikurinn á ferlinum sagði hann: „Ég er 38 ára, að verða 39. Já, líklega var þetta síðasti leikurinn.“