Oddaleikur Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta fer fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld. Íþróttahúsið að Varmá er troðfullt og þjóðþekktir Mosfellingar létu sig ekki vanta.
Í fréttinni má sjá myndir af stuðningsmönnum Aftureldingar, sem létu sig ekki vanta á völlinn.
Á meðal þeirra er rapparinn Króli, grínistinn og leikstjórinn Dóri DNA og leikarinn og skemmtikrafturinn Steindi. Myndirnar tók Kristinn Steinn Traustason.