Heldur heim í Garðabæinn

Ísak Logi Einarsson er kominn aftur til Stjörnunnar.
Ísak Logi Einarsson er kominn aftur til Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Ísak Logi Einarsson hefur samið við handknattleiksdeild Stjörnunnar um að leika með félaginu.

Ísak Logi er 19 ára gamall og hóf ungur að árum að æfa handbolta hjá yngri flokkum Stjörnunnar.

Undanfarin ár hefur hann leikið með Val þar sem Ísak Logi hefur látið vel að sér kveða með ungmennaliði Vals í næstefstu deild og var auk þess nokkrum sinum í leikmannahóp aðalliðsins á nýafstöðnu tímabili.

Hann snýr nú aftur í heimahagana.

„Ísak Logi er mjög efnilegur leikmaður og á eftir að styrkja okkar lið mjög mikið. Hann hefur góða tækni og mikinn metnað til að ná langt í íþróttinni.

Ég hlakka til að vinna með honum og er sannfærður um að hann eigi eftir að passa vel inn í okkar lið í Garðabænum,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert